Breyta tenglum
WIKIPEDIA ÁBYRGIST EKKI AÐ UPPLÝSINGAR SÉU RÉTTAR

Wikipedia er opið samvinnu-alfræðirit á vefnum; þ.e. samfélag sjálfboðaliða og hópa sem vinnur að því að búa til sameiginlegan brunn mannlegrar þekkingar. Verkefnið er þannig uppbyggt að hver sem er sem hefur aðgang að internetinu getur breytt innihaldi þess. Hafðu í huga að ekkert að því efni sem hér er að finna hefur örugglega verið yfirfarið af fólki sem hefur sérfræðiþekkinguna til þess að búa til tæmandi, nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar.

Það þýðir ekki að þú munir ekki finna réttar og gagnlegar upplýsingar á Wikipediu. Oft munt þú finna það sem þú þarft. En Wikipedia ábyrgist ekki gildi upplýsingarnar sem þú finnur hér. Efni greinarinnar sem ert að lesa kann að hafa breyst nýlega, það verið skemmt eða því breytt af einhverjum sem hefur sterkar skoðanir á málefninu sem falla ekki að almennt viðurkenndri þekkingu. Athugaðu að aðrar og hefðbundnari alfræðiorðabækur setja áþekka fyrirvara um innihald.

Engin formleg ritrýni

Við erum að vinna í aðferðum til þess að velja og vekja athygli á áreiðanlegum útgáfum greina. Samfélag notendanna er virkt í því að fylgjast með nýlegum breytingum og nýjum síðum til þess að vakta nýjar upplýsingar og breytingar. Wikipedia er þó ekki ritrýnd jafnt eða skipulega, notendurnir leiðrétta mögulega villur sem þeir sjá og lesa yfir efni hvers annars en þeir gera það án þess að bera nokkur skylda til þess og því er engin ábyrgð tekin á gildi upplýsinga. Það á jafnvel við um greinar sem valdar hafa verið sérstaklega sem úrvalsgreinar sem kunna að hafa breyst rétt áður en þú opnaðir greinina.

Enginn af höfundum, kostendum, stjórnendum eða nokkur annar sem tengist Wikipediu er ábyrgur fyrir birtingu ónákvæmra upplýsinga, ærumeiðandi ummæla eða þinni notkun á þeim upplýsingum sem finnast á þessum síðum eða öðrum síðum sem þeim tengjast.

Enginn samningur; takmarkað afnotaleyfi

Vertu viss um að þú skiljir það að upplýsingarnar sem veittar eru hér eru veittar gjaldfrjáls og að enginn samningur og ekkert samkomulag er í gildi á milli þín annars vegar og hins vegar eigenda þessa vefs, notenda þessa vefs, eigenda vefþjónanna, höfunda Wikipediu, stjórnenda eða möppudýra eða nokkurs annars sem tengist þessu verkefni á nokkurn hátt. Þú hefur leyfi með litlum takmörkunum til þess að nota efnið héðan en það leyfi kemur ekki á og gefur ekki í skyn að framantaldir aðilar beri skaðabótaábyrgð innan eða utan samninga.

Það er ekki til staðar nokkurs konar samkomulag á milli þín og Wikipediu varðandi notkun þína og breytingar á þessu efni umfram almennu afnotaleyfin Creative Commons Attribution-Sharealike 3.0 Unported License (CC-BY-SA) og GNU Free Documentation License (GFDL). Né heldur ber Wikipedia eða nokkur henni tengdur ábyrgð á breytingum annarra á því efni sem þú setur inn á Wikipediu eða systurverkefni.

Vörumerki

Öll vörumerki eða áþekk merki, tákn eða hönnun sem nýtur álíka réttarverndar og sem notuð eru í greinum Wikipediu eða sem vitnað er til eru eign viðkomandi rétthafa. Notkun þeirra hér er ekki ætlað að gefa það í skyn að þér sé heimilt að nota slík merki í öðrum tilgangi en í upplýsingarskyni líkt og þau eru notuð í greinunum. Ef annað er ekki sérstaklega tekið fram þá eru Wikipedia og Wikimedia hvorki studd af né tengd rétthöfum slíkra merkja og getur því ekki gefið leyfi fyrir notkun þeirra. Notkun þín á slíkum merkjum er á þína eigin ábyrgð.

Réttindi vegna myndbirtingar

Á Wikipediu er að finna myndefni af þekkjanlegum einstaklingum sem eru enn á lífi eða nýlega látnir. Í sumum lögsögum er notkun slíkra mynda takmörkuð með lögum varðandi persónuréttindi og slíkar takmarkanir eru óháðar og ótengdar höfundarétti. Áður en þú notar slíkt myndefni skalut vera viss um að þú hafir rétt til þess að nota það samkvæmt þeim lögum sem gilda um ætlaða notkun. Aðeins þú berð ábyrgð á því að ganga ekki á réttindi annara að þessu leyti.

Lögsaga og lagaleg staða efnis

Útgáfa efnis sem er að finna í Wikipediu kann að vera brot á lögum í því landi eða í þeirri lögsögu þar sem þú ert að skoða efnið. Gagnagrunnur Wikipediu er geymdur á vefþjónum í Bandaríkjunum og er viðhaldið það með vísan til þeirra réttarverndar sem alríkislög og ríkislög veita. Lögin í þínu landi eða þinni lögsögu veita mögulega ekki sömu vernd eða leyfa áþekka dreifingu efnisins. Wikipedia hvetur ekki til lögbrota og getur ekki tekið ábyrgð á brotum gegn slíkum lögum ef þú tengir í þennan vefm eða notar, dreifir eða gefur út efnið sem hér er að finna.

Engin fagþjónusta

Ef þú þarft ráðgjöf (til að mynda læknisfræðilega, lögfræðilega, fjármálalega eða varðandi áhættustjórnun) þá þarft þú að leita til fagmanns á því sviði.